Söfnuðu næstum 1,5 milljón króna
Tæplega ein og hálf milljón króna söfnuðust í áheitasöfnun fyrir Sigurvon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á dögunum. Alls bárust 266 áheit á þá sem hlupu í þágu félagsins. Mestu safnaði Rannveig Hjaltadóttir eða 529.500 krónum. „Þakkir til allra hlauparanna og þá … Continued
Hreyfihópurinn fer aftur af stað 4. júní
Frábæru æfingarnar með hreyfihópi Sigurvonar hefjast brátt á ný Hvetjum alla áhugasama til að koma og njóta útiveru og hreyfingar í góðum félagsskap
Martha Krístin áfram formaður
Martha Kristín Pálmadóttir var endurkjörin formaður Sigurvonar á aðalfundi krabbameinsfélagsins á fimmtudag. Öll stjórnin var endurkjörin á fundinum og því enn skipuð Fjölni Ásbjörnssyni, Hjördísi Þráinsdóttur, Davíð Birni Kjartanssyni og Elísu Stefánsdóttur auk Mörthu. Varamenn eru Heiðrún Björnsdóttir og Ólafur … Continued
Húsfyllir í bleiku boði
Húsfyllir var í bleiku boði Sigurvonar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á fimmtudagskvöld. Boðið var upp á tónlistaratriði, bingó og ljúfar veitingar en með boðinu vilja aðstandendur Sigurvonar þakka samfélaginu fyrir stuðning við félagið. Einn af hápunktunum var þegar Ólafur Guðsteinn … Continued
Stafrænn stuðningur fyrir einstaklinga með brjóstakrabbamein
Í maí síðastliðinn fór af stað verkefni þar sem einstaklingum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og búa utan höfuðborgarsvæðisins býðst aðgangur að 15 vikna stafrænu stuðningsúrræði (appi) Sidekick Health sem hefur verið þróað fyrir þennan hóp. Um er að ræða … Continued
Rúmlega 1,2 milljón söfnuðust fyrir Sigurvon
Rúmlega 1,2 milljón króna söfnuðust í áheitasöfnun fyrir Sigurvon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á dögunum. Alls bárust 235 áheit á þá sem hlupu í þágu félagsins. „Við hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon erum ótrúlega þakklát fyrir framtak þeirra sem hlaupa til styrktar félaginu … Continued
Hlaupið í þágu Sigurvonar
Hátt í 20 manns ætla að hlaupa í þágu krabbameinsfélagsins Sigurvonar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 24. ágúst. Um afar mikilvæga fjáröflun er að ræða fyrir félagið en nú þegar hefur safnast yfir hálf milljón króna. Sá peningur sem safnast … Continued
Kylfingar styrkja starfsemi Sigurvonar
Fiskvinnslan Íslandssaga hf. hélt sitt árlega golfmót á Tungudalsvelli þann 6. júlí sl. Mótið er hluti af mótaröð vestfirskra sjávarútvegsfyrirtækja. Hefðbundin verðlaun voru veitt fyrir árangur kylfinga í mótinu. Fiskvinnslan Íslandssaga hf. fagnar á þessu ári 25 ára afmæli og … Continued
Sumarlokun á skrifstofu Sigurvonar
Skrifstofa Sigurvonar verður lokuð vegna sumarleyfis frá 2. júlí til 6. ágúst. Ennþá verður hægt að senda tölvupóst á netfangið sigurvon@snerpa.is og ná á starfsmann félagsins í símanum 849 6560. Þá minnum við á hreyfihóp Sigurvonar sem býður upp á … Continued