Söfnuðu næstum 1,5 milljón króna

Rannveig Hjaltadóttir safnaði næstum 600 þúsund krónum í þágu Sigurvonar.


Tæplega ein og hálf milljón króna söfnuðust í áheitasöfnun fyrir Sigurvon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á dögunum. Alls bárust 266 áheit á þá sem hlupu í þágu félagsins. Mestu safnaði Rannveig Hjaltadóttir eða 529.500 krónum. „Þakkir til allra hlauparanna og þá sem styrktu og þannig styðja við bakið á félaginu. Án þessa stuðnings gætu við ekki stutt skjólstæðinga okkar,“ segir Martha Kristín Pálmadóttir, formaður Sigurvonar.

Starfsvæði félagsins nær yfir alla Vestfirði og megintilgangur þess að styðja í hvívetna baráttuna gegn krabbameini. Sigurvon rekur þjónustumiðstöð á Ísafirði, sem einstaklingar með krabbamein og aðstandendur þeirra geta leitað til og fengið hvers kyns stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Eitt af mikilvægustu markmiðum Sigurvonar er að styðja fjárhagslega við einstaklinga sem glíma við krabbamein. Fjárhagsleg byrgði þeirra sem veikjast er mikil og þá ekki síst þeirra sem búa á landsbyggðinni. Því er mikilvægt að svæðisfélag eins og Sigurvon geti ræktað hlutverk sitt af alúð, með dyggri aðstoð samborgaranna. Hægt er að lesa meira um félagið hér og á facebook síðunni þeirra.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rannveig hljóp ásamt kærasta sínum, Axel Sveinssyni, og syni þeirra.

 

Árni Heiðar Ívarsson og Erna Jónsdóttir hlupu ásamt dætrum þeirra Sigurbjörgu Daníu og Snæfríði Lillý. Snæfríður Lilly hljóp hálfmaraþon en hin í fjölskyldunni 10 km.
Mæðginin Thelma Hjaltadóttir og Ívan Breki Guðmundsson hlupu 10 km fyrir Sigurvon.

 

Freyja Óskarsdóttir og fleiri úr Hlaupahóp Öllu frá Ströndum létu sitt ekki eftir liggja.