Sigga og Ella fá heiðursslaufur Sigurvonar

 

Stöllurnar Sigríður Sverrisdóttir og Elín Magnfreðsdóttir fengu heiðursslaufur Sigurvonar í nýliðnum bleikum október.

Stjórnin ákvað að heiðra þær fyrir dygga og langa þátttöku í stuðningshópnum Sigurvon en þær hafa mætt nánast í hvern einasta hitting í árafjöld.

Þá hafa þær frætt aðra Vinarmeðlimi um Vestfirði á þessum árum þeim til gleði og skemmtunar, en þær virðast báðar vera óendanlegur fróðleiksbrunnur um fólkið og lífið á norðanverðum Vestfjörðum marga áratugi aftur í tímann.