Persónuverndarstefna krabbameinsfélagsins Sigurvonar

 Sigurvon hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með á vegum félagsins. Félagið er aðili að Krabbameinsfélagi Íslands, , www.krabb.is, sem eru frjáls félagasamtök sem rekin eru fyrir gjafir og styrktarframlög almennings og fyrirtækja. Aðild að því eiga krabbameinsfélög í landinu og önnur áhugamannasamtök sem starfa í samræmi við tilgang félagsins og hlotið hafa samþykki stjórnar þess og aðalfundar. Markmið félaganna eru að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa eftir greiningu og bæta lífsgæði þeirra og aðstandenda. 

Persónuverndarstefna þessi er byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hún fjallar um þá vinnslu á persónuupplýsingum einstaklinga sem Krabbameinsfélagið er ábyrgðaraðili fyrir en nær ekki til vinnslu aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands á persónuupplýsingum, nema annað sé tekið fram.

Í undirköflum stefnunnar er því nánar lýst hvers konar persónuupplýsingar er um að ræða hverju sinni, hvaðan þeirra er aflað, hver sé tilgangur með vinnslu þeirra, á grundvelli hvaða heimildar vinnslan fari fram og hver séu viðmið varðandi geymslutíma þeirra. Þá er fjallað um, þar sem það á við, hverjir séu viðtakendur upplýsinganna og hvort við miðlum viðkomandi persónuupplýsingum út fyrir EES.

Farið er með allar persónugreinanlegar upplýsingar sem trúnaðargögn. Þeim sem leita til Krabbameinsfélagsins og veita félaginu persónuupplýsingar sínar í eftirtaldar vinnslur er í engum tilvikum skylt að veita þær upplýsingar en þær eru jafnan forsenda þess að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem vinnslan lýtur að og afleiðingar þess að upplýsingarnar eru ekki veittar verða því að ekki reynist unnt að veita umbeðna þjónustu.

Engin vinnsla persónuupplýsinga hjá félaginu felur í sér eða byggir á sjálfvirkri ákvarðanatöku, þ.m.t. gerð persónusniðs.

Skráning í félagið

Þegar einstaklingur óskar eftir að gerast félagi í aðildarfélagi Krabbameinsfélagsins á vef félagsins, skráir hann sjálfur nafn, kennitölu og netfang. Upplýsingarnar eru færðar í skrá yfir félagatal auk kröfuskrá í banka félagsins svo hægt sé að senda greiðsluseðil fyrir ársgjaldi á viðkomandi. Félagið heldur þessa skrá með tengiliðaupplýsingum þar til viðkomandi óskar eftir því að vera tekinn af þeirri skrá. Upplýsingunum er ekki miðlað til þriðja aðila og er eytt eftir að viðkomandi hefur óskað eftir því að vera tekinn af skránni.

Styrkir á vegum félagsins

Þegar einstaklingur óskar eftir styrk frá Sigurvon skráir hann sjálfur nafn, kennitölu og bankaupplýsingar ásamt afritum af reikningum ef við á. Starfsmaður Sigurvonar tekur við gögnunum og kemur þeim til gjaldkera félagsins svo hægt sé að greiða þá út. Ekki er haldin skrá yfir þessar upplýsingar heldur óskað eftir upplýsingum í hvert sinn sem styrkur er greiddur út. 

Minningarkort

Styrkja má Krabbameinsfélagið með því að senda minningarkort um látinn ástvin. Hægt er að senda kortin með pöntun á vefnun krabb.is, með símtali eða pöntun í gegnum tölvupóst.

Beðið er um þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að geta gengið frá greiðslu, brugðist við mögulegum vandamálum í greiðsluferlinu og til að koma minningarkorti til aðstandenda, uppfyllt bókhaldslög og skráð þá sem vilja á stuðningsaðilaskrá. Greiðslur fara í gegnum greiðslukerfi Borgunar og kerfi Krabbameinsfélagsins vista engin greiðslukortanúmer. Félaginu er því nauðsynlegt að vinna með upplýsingarnar til að efna samning við hinn skráða um sendingu minningarkorts og veitingu styrks.

Fyrir utan upplýsingar í framangreindri stuðningsaðilaskrá og í vörslu bókhaldsupplýsinga þá eru þær upplýsingar sem eru geymdar tímabundið í vefumsjónarkerfi félagsins eftirtaldar:

  • Nafn hins látna og nafn þess sem sendir
  • Heimili, póstnúmer og staður viðtakanda
  • Nafn, kennitala, heimili, póstnúmer, staður og netfang greiðanda
  • Upphæð gjafar
  • Upplýsingar um hvaða krabbameinsfélag greiðandi vill styrkja

Eftirfylgni með persónuverndarstefnu Krabbameinsfélagsins

Persónuverndarstefna Sigurvonar tekur mið af frumútgáfu persónuverndarstefnu Krabbameinsfélags Íslands var samþykkt af stjórn félagsins þann 02.06. 2020. Gildandi persónuverndarstefna hverju sinni er birt á vef félagsins, krabb.is.

Krabbameinsfélagið áskilur sér rétt til að uppfæra persónuverndarstefnu sína, til dæmis ef breytingar verða á því hvernig unnið er með persónuupplýsingar eða ef þörf reynist á að skýra betur einstaka liði. Fyrirspurnum vegna vinnslu persónuupplýsinga má koma á framfæri við Sigurvon með því að hafa samband í gegnum netfangið sigurvon@snerpa.is

Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð nóvember 2020.