Stuðningshópurinn Vinir í von kemur saman annan hvern laugardag yfir vetrartímann. Hist er í húsnæði Vesturafls að Suðurgötu 9, Ísafirði kl. 11. Um að ræða samverustundir einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Boðið er upp á kaffi og með því eða stundum brugðið undir sig betri fætinum og ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara á kaffihús, gönguferð eða eitthvað skemmtilegt.