Hreyfihópur krabbameinsfélagsins Sigurvonar hefur hafið göngu sína á ný. Þetta er í fimmta sinn sem félagið býður upp á fríar æfingar yfir sumartímann en þær fara fram á mánudag og miðvikudaga frá Torfnesi. Æfingarnar eru undir tilsögn Árna Heiðars Ívarsson, einkaþjálfa og hlaupara með meiru en hann hefur stýrt hópnum frá upphafi. Nú er sú breyting á að hlaupaplanið er gert opinbert í sameiginlegri Facebook-grúppu þannig að allir sem vilja geta tekið þátt sama hvar þeir eru staddir á Vestfjörðum.
Hreyfihópurinn er starfræktur fram að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst. Upphaflega var hópurinn hugsaður til að styðja við bakið á þeim hlaupurum sem hlaupa til styrktar Sigurvon í maraþoninu en það ekki skilyrði fyrir þátttöku. Allir eru velkomnir og aðalmarkmiðið að hafa gaman í góðum félagsskapi og auka hreysti.