Barist við krabbamein með húmorinn að vopni

Krabbameinsfélaginu Sigurvon áskotnaðist sá heiður að vera boðið á leiksýninguna The Pink Hulk sem sýnd var á einleikjahátíðinni Act alone á Suðureyri um síðustu helgi. Leikskáldið og leikkonan Valerie David setti sig í  samband við félagið og óskaði eftir samstarfi. Hún þekkir baráttuna við krabbamein vel á eigin skinni og hefur sigrast bæði á brjóstakrabbameini og eitlakrabbameini. Hún skrifaði The Pink Hulk út frá eigin reynslu til að tjá styrkinn til að finna húmor og innri styrk ofurhetjunnar sem nýttist henni vel í gegnum þrjár krabbameinslotur.

Þá hafði hún mikinn hug á að fulltrúar krabbameinsfélagsins yrðu með í sérstöku spjalli eftir sýninguna og fengu þar að kynna félagið, sem þeir gerðu.

Fjörugar samræður mynduðust en Valerie bæði deildi þar eigin reynslu og óskaði eftir að heyra reynslu annarra sem glímt hafa við sjúkdóminn.

 

Valerie í lok sýningar ásamt Thelmu Hjaltadóttur starfsmanni Sigurvonar og Davíð Birni Kjartanssonar stjórnarmanni hjá félaginu.

 

Krabbameinsfélagið Sigurvon er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands og starfar á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Að sögn Valerie skipti það miklu máli á hennar vegferð að hafa stuðning krabbameinsfélags í New York þar sem hún býr. Hún þekkir því mikilvægi krabbameinsfélaga vel af eigin raun. Þar sem hún hefur fallið fyrir landi og þjóð hefur hún mikinn hug á að snúa aftur. Lýsti hún yfir áhuga á frekara samstarfi við fleiri krabbameinsfélög hérlendis.

Valerie The Pink Hulk hefur verið sýndur í sjónvarpi, útvarpi, í útgáfum og í hlaðvörpum, þar á meðal NBC 4 New York, CBS, FOX og Reykjavik Fringe Festival podcast.

The Pink Hulk hefur verið sýndur á meira en 47 leiklistarhátíðum frá frumraun sinni 2016. Þá hefur einleikurinn verið sýndur í 25 borgum og um allan heim, þar á meðal í Englandi, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi, fengið frábæra dóma og unnið til fjölda verðlauna. Valerie hlaut hin virtu „Act Alone Solo Show Award“ á Reykjavik Fringe Festival 2021 á Íslandi og snýr nú aftur til að koma fram á Suðureyri. Valerie er einnig 2022 viðtakandi Colby verðlaunanna fyrir framúrskarandi listir fyrir The Pink Hulk.

The Pink Hulk fjallar um að finna sína innri ofurhetju þegar mótlæti lífsins herjar á – einsog til dæmis þegar maður fær brjóstakrabbamein eftir að hafa sigrast á eitlakrabbameini mörgum árum áður.

Nánari upplýsingar um The Pink Hulk má finna á vefsíðu leiksýningarinnar.