Árni fékk heiðursslaufuna 2020

Árni Heiðar Ívarsson, íþróttaþjálfari og –kennari með meiru, var sæmdur heiðursslaufu Sigurvonar í bleikum október. Með því vildi stjórn félagsins sýna þakklæti í verki fyrir ómetanlegan stuðning Árna við hlaupahóp Sigurvonar sem settur var á fót vorið 2019. Sá hann hlaupafélögunum fyrir æfingaplani ásamt ráðleggingum og stuðningi. Hlaupafélagarnir voru um 40 talsins og höfðu það að leiðarljósi að hafa gaman af þessari hollu hreyfingu ásamt því að auka andlega og líkamlega vellíðan sína. Flestir meðlimanna hlupu svo til styrktar Sigurvon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka það árið.

Árna fékk heiðurslaufuna í ár ásamt kærum þökkum frá stjórn Sigurvonar.