Ný heimasíða opinberuð á aðalfundi

Stjórn Sigurvonar var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í húsakynnum félagsins á fimmtudagskvöld. Það er því enn Helena Hrund Jónsdóttir sem heldur um taumana sem formaður. Þórir Guðmundsson er ritari og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Hlynur Kristjánsson og Auður Ólafsdóttir og varamenn eru Heiðrún Björnsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var við þetta tækifæri hleypt af stokkunum glænýrri heimasíðu Sigurvonar. Hún hefur verið í smíðum meiripart þessa árs og er stjórnin vongóð um að hún muni auka aðgengi félagsmanna að upplýsingum, fræðslu og fréttum um starf félagsins. Þar er einnig hægt að skrá sig í félagið og margt, margt fleira. Á næstu dögum verður aukið við efnið á síðunni og vonum við að lesendur njóti góðs og hafi gaman af.