Sumarhátíð Sigurvonar

Sigurvon efnir til fjölskylduhátíðar á Eyrartúni á Ísafirði fimmtudaginn 20. júlí kl. 17. Farinn verður smá hringur um bæinn eftir getu og hraða hvers og eins áður en fagnað verður á túninu. Þar verður boðið upp á grillaðar pylsur, lifandi tónlist, hoppikastala og fjör. Allir velkomnir og ekkert aðgangsgjald. Með þessu vilja aðstandendur krabbameinsfélagsins þakka þann hlýhug og velvilja sem samfélagið hefur sýnt þeim um leið og þeir hvetja til hreyfingar og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.