The Pink Hulk er einleikur um krabbameinsbaráttuna

Við hjá Sigurvon viljum vekja athygli á Pink Hulk sérstaklega áhugaverðri sýningu sem sýnd verður á Act alone annað kvöld kl. 21.09 í félagsheimilinu á Suðureyri. Eftir sýninguna munu aðstandendur Sigurvonar taka þátt í spjalli á um sýninguna sem á erindi við alla þá sem kynnst hafa krabbameini á lífsleiðinni.

Valerie berst nú við brjóstakrabbamein eftir að hafa barist við eitilæxli. Hún skrifaði The Pink Hulk sem út frá eigin reynslu til að tjá styrkinn til að finna húmor og innri styrk ofurhetjunnar sem gengur í gegnum þrjár krabbameinslotur hennar og túlkar yfir 20 mismunandi persónur á sviðinu. The Pink Hulk hefur verið sýndur í sjónvarpi, útvarpi, í útgáfum og í hlaðvörpum, þar á meðal NBC 4 New York, CBS, FOX og Reykjavik Fringe Festival podcast.

The Pink Hulk hefur verið sýndur á meira en 47 leiklistarhátíðum frá frumraun sinni 2016. Þá hefur einleikurinn verið sýndur í 25 borgum og um allan heim, þar á meðal í Englandi, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi, fengið frábæra dóma og unnið til fjölda verðlauna. Valerie hlaut hin virtu „Act Alone Solo Show Award“ á Reykjavik Fringe Festival 2021 á Íslandi og snýr nú aftur til að koma fram á Suðureyri. Valerie er einnig 2022 viðtakandi Colby verðlaunanna fyrir framúrskarandi listir fyrir The Pink Hulk.


Aldrei gefast upp! https://pinkhulkplay.com/
Leikkona/Höfundur: Valerie David
Leikstjórar: Padraic Lillis og Maris Heller
Sýningin er í boði Verkalýðsfélags Vestfjarða